Flathyrna (Evernia prunastri)

Útbreiðsla

Flathyrna er mjög sjaldgæf, fannst fyrst 1981 í Steinadal í Suðursveit af Hálfdáni Björnssyni og hefur ekki fundist annars staðar (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Vex á trjám (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Flathyrna er runnflétta sem vex á trjám. Greinar hennar eru um 3-4 sm á lengd, blaðkenndar, útsperrtar, fölgráar að lit á efra borði en ljósari að neðan (Hörður Kristinsson 1998).

Þalið

Flathyrna er runnflétta. Greinar hennar eru um 3-4 sm á lengd, blaðkenndar, útsperrtar, fölgráar að lit á efra borði en ljósari að neðan og hafa tilhneigingu til að leggjast í einn flöt. Smáar hraufur eru á blaðköntunum og á blaðfletinum (Hörður Kristinsson 1998).

Válisti

Er í bráðri hættu

Útbreiðsla - Flathyrna (Evernia prunastri)
Útbreiðsla: Flathyrna (Evernia prunastri)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |