Fjallagrös (Cetraria islandica)

Mynd af Fjallagrös (Cetraria islandica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallagrös (Cetraria islandica)

Útbreiðsla

Algeng um allt land, bæði á hálendi og á láglendi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Fjallagrös hafa ýmsa góða eiginleika sem nýtast vel til lækninga (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Vaxtarlag fjallagrasa er mjög mismunandi. Þau geta verið dökkbrún eða nær svört, mjó og rennulaga eða blaðkennd, allbreið og ljósbrún eða grænleit á lit. Blaðjaðrarnir eru alsettir mjóum randhárum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 2-6 sm á hæð, runnkennt, upprétt eða jarðlægt með uppréttum greinaendum, myndar brúska. Bleðlar 1-10 (-30) mm breiðir, breiðari bleðlarnir flatari, lítillega greindir. Efra borð dökkgrábrúnt, rauðbrúnt eða grágrænt, oft rauðleitt við grunninn, slétt en stundum holótt, glansandi eða gljálaust. Á brúnum eru útvextir, 0,1-1 mm, vantar þó stundum. Neðra borð vanalega samlitt eða ljósara með fjölda, áberandi, hvítra barkrofa sem einnig er að finna á jörðunum (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur eru sjaldgæfar, á neðra borði, enda breiðu bleðlanna, disklaga, 2-20 mm, dökkbrúnar. Þalröndin oft smábogtennt. Byttur á endum útvaxtanna á jöðrum bleðlanna, dökkbrúnar (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Fjallagrös (Cetraria islandica)
Útbreiðsla: Fjallagrös (Cetraria islandica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |