Roðaslitra (Psora decipiens)

Mynd af Roðaslitra (Psora decipiens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Roðaslitra (Psora decipiens)

Útbreiðsla

Hún er nokkuð algeng á austanverðu Norðurlandi þar sem landrænt loftslag er ríkjandi, sjaldgæf annars staðar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex einkum á ógróinni mold í klettaskorum og á klettasyllum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Roðaslitra er hreisturkennd flétta með rauðbrúna þalbleðla, hún vex einkum á ógróinni mold í klettaskorum og á klettasyllum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal hrúðurkennt, allt að 6 sm, rautt, gljáandi (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur allt að 2 mm, svartar, sitja á þalinu (Foucard 2001).

Greining

Hún er auðþekkt frá öllum fléttum sem líkt byggingarlag hafa á rauðbrúnum litnum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Roðaslitra (Psora decipiens)
Útbreiðsla: Roðaslitra (Psora decipiens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |