Sylluslitra (Psora rubiformis)

Mynd af Sylluslitra (Psora rubiformis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Sylluslitra (Psora rubiformis)

Útbreiðsla

Hún má heita nokkuð algeng um land allt (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á moldarkenndum, oft ógrónum jarðvegi á klettasyllum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Sylluslitra hefur hreisturkennt þal, alsett smábleðlum. Bleðlarnir eru grágrænleitir en stundum sjást svartar askhirslur á milli þeirra (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal hrúðurkennt, allt að 5 sm í þvermál, rauðbrúnt, grænbrúnt eða grængult, með flatar hreistrur (-4 mm) oft með uppsveigðum kanti, yfirborð sprungið og reitskipt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur allt að 2 mm, brúnsvartar til svartar, oft kúptar og án kants (Foucard 2001).

Greining

Fljótt á litið getur sylluslitran líkst hreisturkenndu grunnþali sumra tegunda af ættkvíslinni Cladonia, t.d. skorulaufi, seltulaufi eða torfubikar. Þessar tegundir hafa þó aldrei svartar askhirslur (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Sylluslitra (Psora rubiformis)
Útbreiðsla: Sylluslitra (Psora rubiformis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |