Móakrækla (Sphaerophorus globosus)

Mynd af Móakrækla (Sphaerophorus globosus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Móakrækla (Sphaerophorus globosus)

Búsvæði

Vex innan um annan gróður í mólendi á þúfum eða mögru graslendi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Móakrækla er runnflétta með kórallaga, gulbrúnar greinar. Askhirslur sjást sjaldan á móakræklunni en þær eru hnöttóttar, samlitar þalinu og standa á greinendunum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal runnkennt, 1,5-5 sm, ýmist upprétt eður ei, myndar gisna eða dreifða brúska, oft mikið og óreglulega greint. Megingreinar frekar grófgerðar, 0,8-1,5 mm þvermál, sívalar, með fáar til mjög margar, grennri hliðargreinar, oft kræklótt að sjá, endarnir sljóir. Þal grátt í skugga, ljósbrúnt eða brúngrátt, oft með rauðbrúnum blæ, slétt (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur sjaldgæfar, 1-3 mm í þvermál, endastæðar, sleppa fljótlega út þurrum massa af dökkbrúnum til svörtum gróum (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Móakrækla (Sphaerophorus globosus)
Útbreiðsla: Móakrækla (Sphaerophorus globosus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |