(Lecidea tesselata)

Útbreiðsla

Algeng um land allt.

Vistgerðir

Vex á klettum.

Lýsing

Hrúðurflétta sem vex á klettum, allstór með hvítt eða ljósgrátt, skarplega reitskipt þal með ofurlítið vaxkenndri áferð og mörgum, svörtum askhirslum.

Þalið

Þal hrúðurkennt, allstórt, hvítt eða ljósgrátt, skarplega reitskipt með ofurlítið vaxkenndri áferð.

Askhirsla

Askhirslur eru margar, svartar, oft ferstrendar, fimmstrendar eða sexstrendar líkt og þalreitirnir með skörpum hornum, stundum ofurlítið hrímaðar, oft 1-2 mm í þvermál.

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á klettum.

Biota

Tegund (Species)
(Lecidea tesselata)