Dvergskilma (Ochrolechia upsaliensis)

Mynd af Dvergskilma (Ochrolechia upsaliensis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dvergskilma (Ochrolechia upsaliensis)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf, nema um miðbik Norðurlands (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á mosa og gróðurleifum (Foucard 2001).

Lýsing

Dvergskilma er fremur lítil, oft ekki nema 2-3 sm í þvermál og vex á kvistum eða sinu í mólendi. Askhirslurnar eru ofurlítið gulbleiklitar en venjulega hvíthrímaðar svo oft virðast þær nær hvítar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið hvítleitt, gráhvítt til ljósgult, fremur þunnt, slétt, krumpað eða vörtótt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur allt að 3 mm, margar og þétt saman, með þykkt, hvítt hrím og þykkan, hvítan kant (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Dvergskilma (Ochrolechia upsaliensis)
Útbreiðsla: Dvergskilma (Ochrolechia upsaliensis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |