Flaggrýta (Solorina bispora)

Útbreiðsla

Algeng um land allt.

Búsvæði

Vex á jarðvegi og utan í blásnum þúfum.

Lýsing

Flaggrýta er blaðkennd flétta sem er algeng á jarðvegi og utan í blásnum þúfum um land allt. Hún myndar litlar þyrpingar af ljósgrábrúnum bleðlum.

Þalið

Flaggrýta er blaðkennd flétta sem myndar litlar þyrpingar af ljósgrábrúnum 4-8 mm breiðum bleðlum.

Askhirsla

Askhirslur stórar (2-4 mm), dökkbrúnar, ein í miðju hvers bleðils. Þær eru íhvolfar og mynda djúpa laut niður í þalið.

Útbreiðsla - Flaggrýta (Solorina bispora)
Útbreiðsla: Flaggrýta (Solorina bispora)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |