Æðaskóf (Peltigera venosa)

Mynd af Æðaskóf (Peltigera venosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Æðaskóf (Peltigera venosa)

Útbreiðsla

Æðaskófin er fremur algeng um allt landið (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex einkum utan í þverhnýptum bökkum og neðan í slútandi börðum og skútum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Æðaskóf er smávaxin skóf af engjaskófarætt. Hún er fagurgræn í vætu og ætíð með dökkbrúnar, flatar og kringlóttar askhirslur sem eru láréttar á skófinni. Neðra borð er með skörpum, dökkbrúnum eða nær svörtum, upphleyptum æðum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að 2 sm í þvermál, gert af einum bleðli eða mörgum, aðskildum eða skörðum bleðlum. Bleðlar 0,5-2 sm á breidd, oft þykkari en 1 mm. Heilrendir eða skörðóttir, fremur reglulegir. Efra borð fagurgrænt í vætu en grágrænt í þurrki, slétt og stundum gljáandi. Neðra borð með áberandi, ljós- til dökkbrúnar æðar, án rætlinga, lóhært. Keplar dreifðir, í tengslum við æðar, dökkbrúnir eða gráir, kringlóttir eða óreglulegir og vörtulegir (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur vanalega til staðar, ein til sex á hverjum bleðli, á brúnunum, egglaga, svartar eða brúnar, útflattar (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Æðaskóf (Peltigera venosa)
Útbreiðsla: Æðaskóf (Peltigera venosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |