Svampgrýta (Solorina spongiosa)

Mynd af Svampgrýta (Solorina spongiosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Svampgrýta (Solorina spongiosa)

Útbreiðsla

Fremur fátíð hér á landi, algengari til fjalla en á láglendi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á lítt grónum jarðvegi, oft á mosakenndri skorpu sem þekur jarðveg sem er að byrja að gróa (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Svampgrýta hefur aðeins örmjóa þalræmu með grænþörungum umhverfis askhirslurnar en þar fyrir utan er svampkennt, dökkt þal með bláþörungum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið inniheldur Coccomyxa, það er mjög smækkað, einskorðað við samfelldan eða á köflum sundurtættan, mjóan kraga sem umlykur hinar dreifðu askhirslur sem sitja á keplum. Keplarnir eru dreifðir um miðjuna, dökkgráir til svartir, kræklóttir, vörtóttir eða hnúðóttir, hlaupkenndir í bleytu og að hluta niðurgrafnir. Utanáliggjandi keplar innihalda Nostoc og verða dökkir og svampkenndir í bleytu (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslurnar eru umluktar af hinum mjóa kraga sem þalið myndar, þær eru dreifðar, litlar til miðlungsstórar (allt að 5 mm í þvermál), krukkulaga, sitja á keplunum (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Svampgrýta telst til grýtuskófa en þær einkennast af askhirslum sem eru niðurgrafnar eins og kringlótt, djúp dæld í þali fléttunnar og minna því á pott (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Svampgrýta (Solorina spongiosa)
Útbreiðsla: Svampgrýta (Solorina spongiosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |