(Protothelenella sphinctrinoides)

Vistgerðir

Vex á mosagrónum eða ógrónum jarðvegi.

Lýsing

Hrúðurkennd flétta sem vex á mosagrónum eða ógrónum jarðvegi, þalið þunnt, hvítleitt, gráleitt eða ljósbrúnt, oft svo þunnt að það verður nær ósýnilegt og undirlagið skín í gegn.

Þalið

Hrúðurkennd flétta, þalið þunnt, hvítleitt, gráleitt eða ljósbrúnt, oft svo þunnt að það verður nær ósýnilegt og undirlagið skín í gegn.

Askhirsla

Askhirslurnar eru hnöttóttar skjóður sem standa hálfar upp úr þalinu og mynda svarta hálfkúlu um 0,3 mm í þvermál með punktlaga opi í toppinn. Gróin eru afar sérstæð, mjög stór, aflöng og spólulaga, með ávölum oddi í báða enda, glær og marghólfa múrskipt gerð af um 120-200 frumum.

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á mosagrónum eða ógrónum jarðvegi.

Biota

Tegund (Species)
(Protothelenella sphinctrinoides)