(Sporastatia testudinea)

Útbreiðsla

Sporastatia testudineaer algengust hátt til fjalla og á hálendinu en hefur sums staðar einnig fundist á láglendi.

Vistgerðir

Vex á blágrýti og er algengust hátt til fjalla og á hálendinu, en hefur sums staðar einnig fundist á láglendi.

Lýsing

Hrúðurflétta sem myndar grá-gulbrúnt, reitskipt þal á mjög áberandi, svörtu forþali. Forþalið myndar breiðan jaðar og fyllir vel í bilið milli þalreitanna.

Þalið

Hrúðurflétta sem myndar grá-gulbrúnt, reitskipt þal á mjög áberandi, svörtu forþali. Forþalið myndar breiðan jaðar og fyllir vel í bilið milli þalreitanna og stærri flekki á milli, þannig að stundum verður svart forþalið mjög ráðandi í lit fléttunnar. Á jaðri fléttunnar eru þalreitirnir oft aflangir og vísa hornrétt á þaljaðarinn og setur það sérstæðan svip á jaðar fléttunar innan við svart forþalið.

Askhirsla

Hún myndar svartar, litlar (0,3-0,5 mm) askhirslur sem þekja suma þalreitina. Askhirslurnar eru flatar og mattar, og rísa lítt upp af þalinu. Askgróin eru mjög smá og mörg (200 eða fleiri) í hverjum aski.

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á blágrýti og er algengust hátt til fjalla og á hálendinu, en hefur sums staðar einnig fundist á láglendi.

Biota

Tegund (Species)
(Sporastatia testudinea)