Blásturvendill (Taphrina carnea)

Mynd af Blásturvendill (Taphrina carnea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Blásturvendill (Taphrina carnea)
Mynd af Blásturvendill (Taphrina carnea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Blásturvendill (Taphrina carnea)

Útbreiðsla

Tíð um allt land (Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2004).

Almennt

Skaðsemi

Þessi tegund skemmir blöð trjánna sem hún vex á.

Búsvæði

Vex á birkitegundum (Betula), sumsé bæði fjalldrapa og ilmbjörk (birki) hérlendis en einnig bastörðum þessara tveggja tegunda (Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 1995).

Lýsing

Þesssi sveppur veldur því að fram koma blóðrauðir flekkir á efra borði blaðanna á ýmsum birkitegundum (Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 1995).

Sveppaldin

Þesssi sveppur veldur því að fram koma blóðrauðir, gulir eða fjólubláleitir flekkir á efra borði blaðanna á ýmsum birkitegundum. Blaðið hvelfist upp á við í flekkjunum og verður þar eins og uppblásið. Neðra borðið er fölleitt og verður mélugt með aldri (Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 1995).

Útbreiðsla - Blásturvendill (Taphrina carnea)
Útbreiðsla: Blásturvendill (Taphrina carnea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |