Kólfsveppir (Basidiomycota)

Almennt

Fylkingin Basidiomycota, kólfsveppir, er önnur stærsta fylking svepparíkisins með 31.515 tegundir árið 2008. Í henni eru sveppir sem æxlast kynjað og fer æxlunin fram í frumu sem heitir kólfur (e. basidium) sem fylkingin dregur nafn sitt af. Vankyns kólfsveppir eru einnig til og eru flokkaðir með ættingjum sínum. Dæmigerður kólfur er ein fruma sem hvorki hefur langveggi né þverveggi og ber fjögur einlitna kólfgró, hvert á sínum tindi á framenda frumunnar. Margir kólfsveppir hafa sylgjur við þverveggi sveppþráða og sérstaka gerð opa í þverveggjum, dólop (e. dolipore septum) og svo eru sveppþræðir þeirra með tveggja laga veggjum. Langflestir kólfsveppir vaxa sem sveppþræðir en einfruma vöxtur sem gersveppir kemur fyrir.

Hattsveppir, kylfusveppir, kóralsveppir, belgsveppir, hlaupsveppir, sótsveppir, lyngroði og ryðsveppir eru allt kólfsveppir.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |