Mynd: Hörður Kristinsson
Grenisilfri (Cortinarius caninus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Grenisilfri (Cortinarius caninus)
Útbreiðsla
Er að líkindum nýlega innfluttur. Tíður um land allt þar sem greni er plantað en hefur einnig fundist í sortulyngsmóum á Héraði (Helgi Hallgrímsson óútgefið).
Almennt
Nytjar
Óætur.
Búsvæði
Vex í nýskógum með grenitegundum, sem hann virðist fylgja nokkuð trúlega og myndar svepprót með. Hefur þó einnig fundist í sortulyngsmóum á Héraði (Helgi Hallgrímsson óútgefið).
Lýsing
Hatturinn allt að 12 sm, hvelfdur-hnýfður, oft með innbeygðu barði , móbrúnn en dökkbrúnn á hnúf, oft áberandi klofin á barði (Helgi Hallgrímsson óútgefið).
Sveppaldin
Hattur allt að 12 sm, hvelfdur-hnýfður, oft með innbeygðu barði, móbrúnn en dökkbrúnn á hnúf, dulþráðóttur-æðóttur og merlaður, oft áberandi klofinn á barði og stundum allur meira eða minna kross-sprunginn. Fanir fjólugráar fyrst, síðan grábrúnar-ryðbrúnar. Stafur fremur stuttur og sver, með kylfulaga hnalli (allt að 2 sm), hvítur, oft fjólulitur efst, þakinn af silfurhvítum ullhárum, sem oft mynda kragavott; verður gulbrúnleitur með aldri. Holdið svipað og hjá fjólusilfra og með svipaðri lykt. Gróin sömuleiðis. Vex upp í ágúst-september (Helgi Hallgrímsson óútgefið).
Greining
Grenisilfurkögri er mjög líkur fjólusilfurkögra en að jafnaði stærri og holdugri og vex með greni (Helgi Hallgrímsson óútgefið).
Útbreiðsla: Grenisilfri (Cortinarius caninus)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp