Anthophyta

Almennt

Jurtir eða trékenndar plöntur með fullkominni rót, stöngli, blöðum og blómi. Síðvöxtur getur verið til staðar. Með sáldæðar og viðaræðar. Fræ þroskast í lokuðu egglegi eftir frjóvgun sem er tvöföld og fylgir í kjölfar frævunar. Karlkyns kynfrumur dulfrævinga eru frjókorn og berast þau frá frjóhnöppum fræfla að fræni frævunnar. Þegar frjókornið er sest á frænið vex úr því frjóslanga niður að eggleginu og færast þangað tveir kjarnar og á sér stað tvöföld frjóvgun, til verður þrílitna fruma sem verður fræforðinn og önnur tvílitna okfruma sem verður ný planta.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |