Vatnsnarfagras (Catabrosa aquatica)

Mynd af Vatnsnarfagras (Catabrosa aquatica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Vatnsnarfagras (Catabrosa aquatica)

Útbreiðsla

Það er víða um allt land en óvíða mikið af því.

Búsvæði

Grunnar tjarnir, vatnslænur, skurðir og uppsprettur í flóum og mýrum.

Lýsing

Lágvaxið gras (10–30 sm) með breiðum blöðum og keilulaga punti, vex í grunnu vatni. Blómgast í júní.

Blað

Stráin uppsveigð, skriðul neðan til. Blöðin fremur stutt, 2–4 mm breið. Slíðurhimnur 2–3,5 mm, odddregnar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn keilulaga, 4–7 sm langur, með útstæðum eða niðursveigðum greinum. Smáöxin oftast einblóma. Axagnir snubbóttar, stuttar (1–1,5 mm), oft með óreglulega skertum jaðri, grænar eða fjólubláar. Neðri blómögn með þrem upphleyptum taugum, um 2,5–3 mm löng (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Punturinn er fremur auðþekktur frá öðrum íslenskum tegundum en renglurnar geta minnt á skriðlíngresi en hafa þó styttri og breiðari blöð.

Útbreiðsla - Vatnsnarfagras (Catabrosa aquatica)
Útbreiðsla: Vatnsnarfagras (Catabrosa aquatica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |