Mynd: Hörður Kristinsson
Eyrarrós (Chamerion latifolium)
Mynd: Hörður Kristinsson
Eyrarrós (Chamerion latifolium)
Útbreiðsla
Hún vex ekki síst inn á hálendinu eða meðfram ám sem þaðan koma. Eyrarrósin nær víða upp í 900 m hæð á hálendinu, hæst skráð á Steinþórsfelli í Esjufjöllum í 1000 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Almennt
Fræullina má hafa í kveiki eða spinna úr. Marin blöð voru lögð yfir opin sár og seyði af jurtinni ku lækna höfuðverk og stilla blóðnasir (Ágúst H. Bjarnason 1994).
Búsvæði
Áreyrar, stundum í klettum eða skriðum til fjalla. Í seinni tíð er hún einnig farin að vaxa í vegbrúnum, afleiðing af því að Vegagerðin er farin að nýta efni af áreyrum í ofaníburð.
Lýsing
Meðalstór jurt (15–25 sm) með stórum, fjórdeildum, bleikum blómum. Blómgast í júlí.
Blað
Oft í stórum breiðum. Laufblöðin eru gagnstæð, lensulaga, snögghærð, heilrend eða með óglöggar, gisnar tennur, 20–40 mm löng og 4–10 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru stór, fjórdeild, 3–4 sm í þvermál, yfirsætin. Krónublöðin rauð, öfugegglaga. Bikarblöðin dökkrauð, lensulaga, oddmjó, gis- og stutthærð. Fræflar átta. Ein fjórblaða, afar löng (3–6 sm), fíndúnhærð, rauð fræva með einum stíl. Þar sem blómið er yfirsætið er frævan undir blómhlífinni og lítur út sem gildur blómleggur (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst sigurskúfi en er auðþekkt frá honum á stærri og miklu færri blómum.
Útbreiðsla: Eyrarrós (Chamerion latifolium)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp