Kirtildúnurt (Epilobium ciliatum)

Mynd af Vætudúnurt (Epilobium ciliatum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Vætudúnurt (Epilobium ciliatum)

Útbreiðsla

Inni í bæjum og þorpum, ætíð í nágrenni við byggð. Hún er orðin mjög útbreidd á höfuðborgarsvæðinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Slæðingur í skurðum, á ruðningum, ruslahaugum eða í graslendi.

Lýsing

Stórvaxin dúnurt (30–80 sm) með fjólubleikum blómum. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngullinn gáróttur, stutthærður. Blöðin mjóegglaga eða oddbaugótt, reglulega fíntennt, óstilkuð, 3–7 sm á lengd og 1–2,5 sm á breidd, gagnstæð neðst á stönglinum en stakstæð ofar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin rauð. Krónan 8–12 mm á lengd. Bikarinn 3–4 mm á lengd, dökkrauður. Fræflar átta. Eitt kylfulaga, óklofið fræni, frævan sjálf neðan undir blómhlífinni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 2–6 sm á lengd, klofnar við fræþroskun í fjórar ræmur. Fræin með löngum, hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist einna helst runnadúnurt sem er sjaldgæfari slæðingur en þekkist á fjórklofnu fræni, suttstilkuðum blöðum sem eru dýpra tennt.

Útbreiðsla - Vætudúnurt kynbl. (Epilobium ciliatum)
Útbreiðsla: Vætudúnurt kynbl. (Epilobium ciliatum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |