Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallakobbi (Erigeron uniflorus)
Útbreiðsla
Víða upp til heiða (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Bollar, fjallshlíðar og fjallamóar, vex eingöngu til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Lágvaxin fjallaplanta (4–10 sm), hærð með bleikleitar blómkörfur með útstæðum reifablöðum. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Stöngullinn loðinn, stöngulblöðin lensulaga, sum stofnblöðin spaðalaga eða öfugegglaga á vængjuðum stilk (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru í körfum sem eru um 1,5 sm í þvermál. Jaðarblóm hvít eða rauðbleik. Hvirfilblómin gulleit. Reifablöðin sem lykja um körfuna eru dökkfjólublá, einkum í endann, odddregin, hvítloðin, þau neðstu oft áberandi útstæð (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst jakobsfífil en fjallakobbi er lágvaxnari með hlutfallslega stærri körfu, oftast eru einhver stofnblöð spaðalaga, þ.e. niðurmjó með kringluleitum og snubbóttum enda, einnig hefur fjallakobbinn útstæðari reifablöð. Fjallakobbi þekkist best frá snækobba á hvítum hárum á reifablöðunum og flatari körfubotni.
Útbreiðsla: Jöklakobbi (Erigeron uniflorus)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp