Flóðapuntur (Glyceria fluitans)

Mynd af Flóðapuntur (Glyceria fluitans)
Mynd: Hörður Kristinsson
Flóðapuntur (Glyceria fluitans)

Útbreiðsla

Algengt á vestanverðu Suðurlandi en ekki annars staðar nema þá sem slæðingur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Blautir skurðir, síki með leirbotni og aðrir vatnsfarvegir (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Stórvaxin grastegund (50–100 sm) með langan, grannan punt. Blómstrar í júlí–ágúst.

Blað

Stráin 4–6 mm gild. Blöðin 4–10 mm breið. Slíðurhimnan 6–10 mm löng (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn langur, grannur og fremur gisinn. Smáöxin 10–25 mm löng, átta- til tólfblóma. Axagnir stuttar (2–4 mm), himnukenndar, grænleitar eða glærar. Neðri blómögn fimm- til sjötauga, græn, 5–7 mm, með sljóum eða slitróttum oddi, stutthærð, himnurend ofan til (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Flóðapuntur (Glyceria fluitans)
Útbreiðsla: Flóðapuntur (Glyceria fluitans)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |