Lýsing
Undafífill sem er án blaðhvirfingar á blómgunartíma, stöngulblöð sex til tólf. Reifar snöggar, blómin gul.
Blað
Plöntur án blaðhvirfingar á blómgunartíma. Stilklaus stöngulblöð með mjóum grunni. Kirtilhár á reifum stutt, gul. Blöð stundum græn en oftast rauðleit eða bláleit, tennt, oft hvasstennt, stundum með nokkuð stórum tönnum. Stöngulblöð oftast sex til tólf.
Blóm
Reifar snöggar, frekar snubbóttar. Stílar á þurrkuðum plöntum stundum næstum hreingulir en oftar grágulir, gráir, mórauðir eða næstum svartir (Bergþór Jóhannsson 2004).
Aldin
Fræ með svifhárakransi.
Útbreiðsla: Brekkufífill (Hieracium macrocomum)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp