Blettafífill (Hieracium stictophyllum)

Lýsing

Undafífill með stilklausum stöngulblöðum með mjóum grunni. Gular blómkörfur með snöggum reifum.

Blað

Plöntur oftast án blaðhvirfingar á blómgunartíma. Stiklaus stöngulblöð með mjóum grunni. Blöð oftast samþjöppuð á neðrihluta stönguls, smávegist örðótt eða smátennt, oft með rauðfjólubláum flekkjum og oft bláleit á neðra borði. Stöngulblöð oftast fimm til níu. Plöntur geta verið með örfáum smáum hvirfingblöðum á blómgunartíma og stundum koma tveir eða fleiri, mjóir og fíngerðir stönglar frá sömu rót. Eru blöð þá nær öll neðst á stöngli og greinilega stór stöngulblöð örfá, jafnvel ekki nem eitt til tvö. Nokkuð stórvaxnar plöntur eru stundum með greinilegri blaðhvirfingu og aðeins eitt til tvö stöngulblöð (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Reifar snöggar, sjaldan með áberandi broddhárum. Kirtilhár á reifum stutt, gul. Stílar á þurrkuðum plöntum oftast gulir eða gulmóleitir, stundum mórauðir eða gráleitir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðsla - Blettafífill (Hieracium stictophyllum)
Útbreiðsla: Blettafífill (Hieracium stictophyllum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |