Mynd: Hörður Kristinsson
Sauðamergur (Loiseleuria procumbens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Sauðamergur (Loiseleuria procumbens)
Útbreiðsla
Algengur um allt land, ekki síst til fjalla og fer allt upp í 900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Almennt
Litur blómanna heldur sér óvenju vel við þurrkun (Hörður Kristinsson 1998). Sauðamergur hefur einnig verið kallaður limur (Ágúst H. Bjarnason 1994).
Búsvæði
Lyngmóar, oft uppi á bungum eða í hlíðum, stundum í dældum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Lágvaxin, sígræn planta, um 5 sm á hæð en annars jarðlæg. Blómstrar bleikum blómum í júní.
Blað
Sprotarnir eru trékenndir, mest jarðlægir og uppsveigðir, upprétti hlutinn oft um 5 sm. Blöðin gagnstæð, 6–7 mm á lengd, stuttstilkuð, 1–2 mm á breidd, hörð, sígræn, gljáandi á efra borði, með innbeygðum röndum að neðan og gildu miðrifi og verða aðeins mjóar skorur sitt hvoru megin við rifið að blaðröndunum. Ein djúp skora er yfir miðrifinu á efra borði (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru um 4–6 mm í þvermál. Krónan samblaða, kllofin nær niður til miðs, bleik eða fagurljósrauð. Bikarinn dökkrauður, djúpklofinn með sljóyddum flipum. Fimm til átta fræflar með dökkum frjóhirslum. Ein fræva með einum stíl og tveim til þrem rýmum (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Hýðisaldin (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Minnir óblómgaður ofurlítið á krækilyng og enn meira á fjallabrúðu. Blöð sauðamergs má þekkja á hinni tvöföldu skoru á neðra borði, þau breikka einnig meira um miðjuna en krækilyngsblöð. Auðþekkt í blóma.
Útbreiðsla: Sauðamergur (Loiseleuria procumbens)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp