Strandreyr (Phalaroides arundinacea)

Lýsing

Hávaxin grastegund (70–150 sm) með grófa jarðstöngla og kögraða slíðurhimnu.

Blað

Jarðstönglar grófir. Blöð 6–20 mm breið með 6–10 mm langa, kögraða slíðurhimnu. Hárlaus planta (Lid og Lid 2005).

Blóm

Smáöxin græn en síðar fjólublá, öll sveigð til sömu hliðar. Ytri blómögn án himnurandar. Ófrjó blóm ummynduð í hærða hlíf (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Strandreyr (Phalaroides arundinacea)
Útbreiðsla: Strandreyr (Phalaroides arundinacea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |