Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallasveifgras (Poa alpina)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallasveifgras (Poa alpina)
Útbreiðsla
Algengt um allt land nema á láglendi Suðurlands, þar fremur fáséð. Það vex allt upp fyrir 1500 m hæð (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Melar, mólendi og klettabelti (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá grastegund (8–35 sm) með blaðgrónum punti og breiðum, stuttum blöðum. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Blöðin á stráinu tiltölulega stutt og breið, oddurinn í lögun eins og stefni á báti. Slíðurhimnan oft um 2 mm. Myndar engar skriðular renglur, blaðsprotar innanslíðurs við stofninn (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Punturinn keilulaga, stundum mikið blaðgróinn, 2–8 sm langur, fjólubláleitur eða rauðleitur. Smáöxin tví- til fimmblóma. Axagnirnar 3–4 mm með skörpum kili, oftast fjólubláar, þrítauga. Neðri blómagnirnar grænar neðst, fjólubláar ofan til, himnurendar (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Punturinn er að hluta blaðgróinn (Hörður Kristinsson 1998) en annars er aldinið hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Óblaðgróið fjallasveifgras líkist vallarsveifgrasi en þekkist á mun breiðari stöngulblöðum og á því að skriðular renglur vantar.
Útbreiðsla: Fjallasveifgras (Poa alpina)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp