Grasvíðir (Salix herbacea)

Mynd af Grasvíðir (Salix herbacea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Grasvíðir (Salix herbacea)
Mynd af Grasvíðir (Salix herbacea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Grasvíðir (Salix herbacea)

Útbreiðsla

Algengur um allt land upp fyrir 1000 metra en hittist líka hér og hvar á láglendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Sums staðar er grasvíðir betur þekktur sem smjörlauf (Hörður Kristinsson 1998).

Nytjar

Góð beitarjurt (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Bollar og snjódældir til fjalla, einnig í móum á láglendi eða jafnvel á mýraþúfum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Smárunni (5–20 sm) með kringluleitum blöðum og rauðum aldinum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Smárunni með kringluleitum, fíntenntum, stilkstuttum blöðum sem geta verið hærð í fyrstu en verða fljótt hárlaus, 0,8–1,5 sm í þvermál (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einkynja í stuttum reklum. Karlblómin með einni, aflangri, ljósri eða rauðmengaðri rekilhlíf og tveim fræflum með gulum frjóhnöppum. Kvenblómin hvert um sig með stuttri rekilhlíf og einni aflangri, dökkrauðri frævu sem dregst fram í stút (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinin fagurrauð, nær hárlaus hýði (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Víðitegundirnar mynda oft kynblendinga sem erfitt er að greina (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Líkist helst fjalldrapa en grasvíðir hefur ólíkt honum, rauð aldin og fíntenntari blöð.

Útbreiðsla - Grasvíðir (Salix herbacea)
Útbreiðsla: Grasvíðir (Salix herbacea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |