Túnfífill (Taraxacum officinale)

Mynd af Túnfífill (Taraxacum officinale)
Mynd: Hörður Kristinsson
Túnfífill (Taraxacum officinale)
Mynd af Túnfífill (Taraxacum officinale)
Mynd: Hörður Kristinsson
Túnfífill (Taraxacum officinale)
Mynd af Túnfífill (Taraxacum officinale)
Mynd: Hörður Kristinsson
Túnfífill (Taraxacum officinale)

Almennt

Áður fyrr voru fíflablaðaseyði notað til andlitsþvotta í fegrunarskyni og ristuð rótin var að auki notuð í kaffibæti (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998). Túnfífill hefur einnig gengið undir nöfnunum ætifífill, vallarfífill og húsfreyjuhrellir. Blöðin hafa og verið nefnd hrafnablöðkur (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Túnfífill hefur löngum verið notaður í lækningaskyni. Blöðin eru mikið notuð við bjúg, rótin er notuð við öllum lifrar- og gallblöðrusjúkdómum en einnig við svefnleysi og þunlyndi. Fíflamjólkin má svo aftur nota gegn vörtum og líkþornum. Blöðin eru auk þessa góð í hrásalat og úr blómunum má búa til fíflavín (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998) en einnig má velta þeim upp úr hveiti og steikja þau í smjöri (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Líffræði

Túnfífill inniheldur m.a. taraxakín, sítósteról, taraxasteról og taraxerín, inúlín, barksýrur, vaxefni, ýmis vítamín og steinefni, þar af mikið af kalíum (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Lýsing

Túnfífill með gular blómkörfur og tvíflipótt blöð eða djúptennt, flipótt blöð í stofnhvirfingu.

Blað

Miðlungsstórar til stórar plöntur. Blöð stór og breið, flekklaus, flipótt, oft með þríhyrndan endaflipa og oft með himnukant á blaðstilk. Blöð oftast tvíflipótt eða með djúptennta flipa. Blöðin oft krumpuð og sveigð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómstilkur oft grófur og hærður. Körfur stórar, oftast 4,5–5,5 sm breiðar. Krónublöð gul. Reifablöð græn á ytra borði, hin ytri oft niðursveigð (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin 2,5–3,5 mm löng, brúnleit (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Túnfífill (Taraxacum officinale)
Útbreiðsla: Túnfífill (Taraxacum officinale)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |