Hagafífill (Taraxacum spectabile)

Lýsing

Túnfífill með gular blómkörfur og grunnflipótt eða heilrend blöð í stofnhvirfingu.

Blað

Oftast meðalstórar plöntur. Blöð heilrend eða grunnflipótt, oftast breiðust fyrir ofan miðju, mattgræn og stundum með dökkum flekkjum, hærð. Blaðstilkar grannir, án falda, oft sterk purpuralitir (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómstilkar kröftugir, allt að 30 sm langir, oft hárlausir og nokkuð purpuralitir, gulgænn hringur rétt fyrir neðan körfuna. Karfan 4,5 sm breið eða breiðari. Ytri reifablöð egglaga eða lensulaga, oft nokkuð purpuralit með mjóan, ljósan kant. Krónur breiðar, dökkgular með rauðum eða purpurarauðum röndum á neðra borði (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin gulleit með svifhárakrans (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Hagafífill (Taraxacum spectabile)
Útbreiðsla: Hagafífill (Taraxacum spectabile)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |