Útbreiðsla
Slæðingur sem vex einkum við laugar á Suður- og Suðvesturlandi (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Fremur lágvaxin jurt (5–20 sm) með stuttstilkuðum, gróftenntum blöðum og fagurbláum blómum í blaðöxlunum.
Blað
Einær jurt. Stöngull skriðull með upprétta sprota, fínhærður (Lid og Lid 2005). Blöðin stuttstilkuð, egglaga-kringluleit, gróftennt (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru einstök í blaðöxlunum, krónublöðin fagurblá nema það neðsta sem er ljósara (Hörður Kristinsson 1998). Bikarblöð 6–7 mm löng (Lid og Lid 2005).
Aldin
Aldinleggir um 30 mm langir, niðursveigðir. Aldin breiðhjartalaga með greinilegar taugar, kjöl meðfram brúnunum, stutthærð á hliðunum og með kirtilhár á kjölnum (Lid og Lid 2005).
Útbreiðsla: Varmadepla (Veronica persica)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp