Mynd: Hörður Kristinsson
Birkifjóla (Viola epipsila)
Útbreiðsla
Víða um norðaustanvert landið (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Grösugir vellir, grasmóar og kjarrlendi (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Lágvaxin jurt (4–10 sm) með blöð hærð á neðra borði og ljósfjólublá blóm. Blómgast í maí–júní.
Blað
Blóm og blöð standa á uppréttum leggjum frá jarðlægum stöngli. Laufblöðin stilklöng, blaðkan breiðhjartalaga, oftast gishærð á neðra borði eða báðum megin, grunnbogtennt (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Krónan einsamhverf, ljósfjólublá, oft með áberandi dökkum æðum, sporinn samlitur krónunni. Bikarblöðin græn, snubbótt í endann með ljósum himnufaldi. Fræflar fimm, rauðbrúnir. Örsmá forblöð ofarlega á blómstönglinum (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið þrístrent hýði sem klofnar í þrjá geira við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist mýrfjólu, birkifjólan þekkist á staðsetningu forblaðanna langt fyrir ofan miðjan blómlegg, hjartalaga blöðum og örlítið hærðum, vex í meira grasi en mýrfjólan.
Útbreiðsla: Birkifjóla (Viola epipsila)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp