Mýrfjóla (Viola palustris)

Mynd af Mýrfjóla (Viola palustris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrfjóla (Viola palustris)

Útbreiðsla

Algeng um allt land frá láglendi upp í 600 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Snöggt deiglendi, oft meðfram lækjum eða í rökum giljabollum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (4–8 sm) með nýrlaga blöð og ljósfjólublá blóm með dökkum æðum. Blómgast í maí.

Blað

Stöngullinn er jarðlægur. Laufblöðin stilklöng, nýrlaga, hárlaus, grunnbogtennt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin á löngum, uppréttum leggjum, einsamhverf, slútandi. Krónan ljósfjólublá, oft með áberandi dökkum æðum, sporinn samlitur krónunni. Bikarblöðin nær sporbaugótt, snubbótt í endann með ljósum himnufaldi. Fræflar fimm, rauðbrúnir. Örsmá forblöð nálægt miðjum blómleggnum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið þrístrent hýði, klofnar í þrennt við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Frá öðrum fjólum þekkist hún best á nýrlaga laufblöðum. Hárlaus blöðin eru einnig gott einkenni og jafnframt staðsetning forblaðanna um miðbik blómleggsins.

Útbreiðsla - Mýrfjóla (Viola palustris)
Útbreiðsla: Mýrfjóla (Viola palustris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |