Holtasóti (Andreaea rupestris)

Mynd af Holtasóti (Andreaea rupestris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Holtasóti (Andreaea rupestris)

Búsvæði

Vex einkum á þurrum steinum, á melum og í urðum, bæði á láglendi og hálendi (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Rauðbrúnar eða svartar plöntur, sjaldan meira en 2 sm. Afar breytileg tegund (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Plöntur rauðbrúnar eða svartar, sjaldan meira en 2 sm og oft aðeins um eða innan við 1 sm. Blöð útstæð eða einhliða sveigð þegar þau eru rök en aðlæg eða dálítið útstæð þegar þau eru þurr. Blöð mismunandi að lögun, bein eða bogin, oftast egglaga eða egglensulaga, stundum lensulaga, oftast um eða innan við 1 mm að lengd, svolítið kúpt, heilrend. Blöð eitt frumulag að þykkt, riflaus (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Karl- og kvenknappar á sömu plöntu. Gróhirslur algengar. Gró misstór, vanþroska gró brúnleit, græn gró eru stærri (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Frumur

Frumur í fremri hluta blaðs ferningslaga eða ferhyrndar en þó stuttar, frumuveggir oftast þykkir og áberandi holóttir (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Holtasóti (Andreaea rupestris)
Útbreiðsla: Holtasóti (Andreaea rupestris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |