Tindilmosi (Abietinella abietina)

Útbreiðsla

Finnst víða á landinu, e.t.v. síst á miðhálendinu (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Búsvæði

Vex oftast á þurrum, sendnum eða grýttum jarðvegi. Vex í sendnum brekkum, sjávarsandi, einkum skeljasandi, á grónum melum og klapparholtum, í móum, hraunum, skriðum og urðum, á grónum klettum og í kjarri (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Lýsing

Nokkuð stórvaxnar en þó oft frekar fíngerðar plöntur, gular til grænar eða brúnar, geta orðið 15 sm langar eða meira (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Gróliður 

Sprotar geta orðið 15 sm langir eða meira, liturinn allt frá því að vera gulur yfir í að vera grænn eða brúnn. Plöntur reglulega einfjaðraðar. Greinar stuttar og útstæðar. Flosblöð mörg á stöngli og greinum, stöngulblöð egglaga, ydd, 1,1-2,0 mm (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Kynliður

Hefur ekki fundist hér á landi með gróhirslum (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs aflangar, tígullaga eða óreglulega sexhyrndar, með þykkum veggjum (Bergþór Jóhannsson 1996b).
Útbreiðsla - Tindilmosi (Abietinella abietina)
Útbreiðsla: Tindilmosi (Abietinella abietina)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |