Bleikjukollur (Aulacomnium palustre)

Mynd af Bleikjukollur (Aulacomnium palustre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Bleikjukollur (Aulacomnium palustre)
Mynd af Bleikjukollur (Aulacomnium palustre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Bleikjukollur (Aulacomnium palustre)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Búsvæði

Vex í votlendi, einkum mýrum (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Nokkuð stórvaxnar plöntur, gular til ljósgrænar eða gulbrúnar (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Plöntur 3-15 sm á hæð, gular, gulgrænar, gulbrúnar eða ljósgrænar ofan til en brúnar neðan til. Rætlingar brúnir, rauðbrúnir eða gulbrúnir, sléttir, oft afar áberandi. Rætlingaló oft langt upp eftir stöngli, stundum svo til upp að stöngulenda. Rök blöð upprétt eða dálítið útstæð en þurr blöð undin, jafnvel hrokkin, stundum áberandi bylgjótt. Blöð oftst 2,5-5 mm, lensulaga, ydd. Rif einfalt, oft bugðótt framan til í blaði, nær ekki fram í blaðenda (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Gróhirslur sjaldan til staðar. Plöntur einkynja. Karlknappar á stöngul- eða greinarenda. Stilkur 1-4,5 sm, oftast rauður, getur verið brúnn, stundum gulleitur efst. Gróhirsla brún eða rauðbrún, bogin, álút. Gróhirslur skoróttar. Lok keilulaga eða með stuttri, breiðri trjónu. Hetta gul (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Frumur

Frumur í meginhluta blaðs hringlaga sexhyrndar að grunnbyggingu en veggir eru það misþykkir að frumuhol verður stjörnulaga. Á miðju hverrar frumu, báðum megin, er varta (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Bleikjukollur (Aulacomnium palustre)
Útbreiðsla: Bleikjukollur (Aulacomnium palustre)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |