Barðastrý (Bartramia ithyphylla)

Mynd af Barðastrý (Bartramia ithyphylla)
Mynd: Hörður Kristinsson
Barðastrý (Bartramia ithyphylla)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Búsvæði

Vex utan í moldarbörðum, á jarðvegi í klettum, skriðum, urðum og hraunum, einnig í mólendi og á melum, torfi og þúfum í mýrum (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Plöntur uppréttar, ógreindar eða kvíslgreindar, grænar, blágrænar eða gulgrænar efst (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Plöntur uppréttar, 0,5-7 sm, ógreindar eða kvíslgreindar, grænar, blágrænar eða gulgrænar efst en brúnleitar neðan til. Rætlingar oft allþéttir neðan til á stöngli, brúnir eða gulbrúnir, sléttir eða fínvörtóttir. Rök blöð upprétt eða útstæð. Þurr blöð upprétt eða sveigð, stundum dálítið bugðótt. Blöð 3,5-5 mm. Neðsti hluti blaðs er hvítt, ferhyrnt slíður sem liggur þétt upp að stöngli. Frá slíðrinu mjókkar blaðið snögglega og verða axlir á því við mót slíðurs og framhluta sem er allaga eða striklaga (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Myndar oftast gróhirslur. Plöntur tvíkynja. Stilkur 0,8-2,5 sm, gulleitur, rauðgulur eða rauður, beinn eða dálítið bugðóttur. Gróhirsla græn, grænbrún, dökkbrún, nær kúlulaga eða egglaga, álút, óregluleg. Þurrar gróhirslur djúpskoróttar. Lok lágt, kúpt, með stuttri, breiðri, snubbóttri totu. Opkrans tvöfaldur. Tennur geta verið lítillega vörtóttar fram í enda (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs grænar og ógegnsæjar, striklaga eða ferhyrndar og mjóar. Framendar frumnanna eru sveigðir út úr fleti blöðkunnar og myndast við það totur á frumuendunum. Frumuveggir eru nokkru þykkari í totunni og eru þær því hér frekar nefndar vörtur en gúlpar eða tennur. Frumurnar eru vörtóttar á bæði efra og neðra borði (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Barðastrý (Bartramia ithyphylla)
Útbreiðsla: Barðastrý (Bartramia ithyphylla)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |