Mýrabrandur (Campylium stellatum)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1998).

Búsvæði

Vex í votlendi, einkum mýrlendi og við læki (Bergþór Jóhannsson 1998).

Lýsing

Nokkuð stórar plöntur, oftast uppréttar en stundum jarðlægar, óreglulega greinóttar, grænar, gul- eða brúnleitar (Bergþór Jóhannsson 1998).

Gróliður

Plöntur geta orðið um 10 sm, oftast uppréttar, stundum jarðlægar, óreglulega greinóttar, grænar, gul- eða brúnleitar. Blöð oftast útstæð, mjókka smám saman eða snögglega frá hjartalaga eða egglaga þríhyrndum grunni, fram í rennulaga framhluta. Framhluti oft um helmingur af blaðlengd, getur orðið um tveir þriðju. Blaðrönd flöt, svo til ótennt. Rif stutt, tvöfalt eða klofið, sjaldan einfalt (Bergþór Jóhannsson 1998).

Kynliður

Plöntur einkynja, afar sjaldan með gróhirslum. Stilkur rauður, 2-2,5 sm. Gróhirsla brún, aflöng, bogin álút. Lok keilulaga, ytt. Ytri tennur gular, lárétt strikóttar neðan til á ytra borði. Innri krans gulleitur, vörtóttur. Innri tennur heilar eða með mjóum götum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Frumur

Frumur í blaðgrunni við rifið með þykkum, holóttum veggjum. Horn nokkuð vel afmörkuð, ná nokkuð upp með blaðrönd en ná ekki meira en hálfa leið inn að rifi í blaðgrunni. Neðri hornfrumur oftast ferhyrndar og stórar en efri frumurnar smærri og oftast ferningslaga. Neðri frumurnar oft tútnar. Frumuveggir oft þykkir og brúnleitir í gömlum blöðum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Útbreiðsla - Mýrabrandur (Campylium stellatum)
Útbreiðsla: Mýrabrandur (Campylium stellatum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |