Heiðaþófi (Conostomum tetragonum)

Mynd af Heiðaþófi (Conostomum tetragonum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Heiðaþófi (Conostomum tetragonum)
Mynd af Heiðaþófi (Conostomum tetragonum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Heiðaþófi (Conostomum tetragonum)

Útbreiðsla

Finnst nokkuð víða um landið en er þó lítið á Suðurlandi og norðan Vatnajökuls (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Búsvæði

Vex á frekar þurrum jarðvegi, einkum á snjódældarsvæðum og heiðum, oft í snjódældum, urðum, lyngbrekkum, lyngmóum, á víðiflesjum, í hraunum og á klöppum og grjótflötum með einhverri gróðurþekju til fjalla (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Lýsing

Plöntu í afar þéttum toppum, greinóttar, uppréttar, blágrænar eða gulgrænar, rætlingar gulir til brúnir (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Gróliður

Plöntur í afar þéttum toppum, 1-7 sm, greinóttar. Greinar uppréttar. Plöntur blágrænar eða gulgrænar, stundum næstum bláar efst en neðan til brúnleitar. Rætlingar gulir, gulbrúnir, brúnir, sléttir eða lítillega vörtóttir. Þétt rætlingaló á neðri hluta stönguls og nær hún oft það langt upp að aðeins efsti hluti plantna er rætlingalaus. Blöð aðlæg, í fimm beinum röðum á stöngli. Á þurrum plöntum geta raðirnar verið dálítið á ská á yngstu sprotunum. Blöð stinn, mjólensulaga, langydd, 1-2 mm. Blaðrönd tennt í framhluta blaðs. Rif breitt, nær fram úr blöðku á efri blöðunum en nær ekki fram í blaðendi á þeim neðri (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Kynliður

Plöntur einkynja, oft með gróhirslum. Stilkur 0,6-1,8 sm, beinn eða dálítið bugðóttur, gulur, brúnn eða rauðgulur. Gróhirsla álút, egglaga eða næstum kúlulaga, gulgræn, gul, gulbrún eða dökkbrún, óregluleg. Gróhirsluop rauðbrúnt og háls stundum áberandi rauðbrúnn. Rök gróhirsla rákótt en þurr skorótt. Lok með breiðri, skástæðri trjónu sem er þó stundum nokkurn veginn bein. Hetta gul, hárlaus, klofin á hliðinni og skástæð. Opkrans einfaldur. Kranstennur langar og mjóar, allar samfastar í endann, rauðbrúnar, með mjóum, gulum jaðri (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs oftast ferhyrndar og nokkuð langar, geta verið tígullaga eða ferningslaga. Frumur sléttar eða vörtóttar í framenda fremst í blaði, geta verið vörtóttar báðum megin. Í blaðrönd eru frumur mjórri en innar í blaðinu. Frumuveggir þykkir (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Útbreiðsla - Heiðaþófi (Conostomum tetragonum)
Útbreiðsla: Heiðaþófi (Conostomum tetragonum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |