Klettagopi (Amphidium lapponicum)

Vistgerðir

Vex á skuggsælum stöðum í rökum klettum, urðum og hraunum (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Lýsing

Dökkgrænar eða brúnleitar plöntur, oft kvíslgreindar, 1-3 sm á hæð (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Gróliður

Plönturnar dökkgrænar eða brúnleitar, oft kvíslgreindar, 1-3 sm. Rætlingar brúnir, sléttir. Blöð upprétt eða útstæð þegar þau eru rök en bugðótt og hrokkin þegar þau eru þurr, oftast 1-2 mm á lengd, mjólensulaga eða striklensulaga, ydd, heilrend (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Kynliður

Myndar nær alltaf gróhirslur. Stilkur u.þ.b. jafn langur gróhirslu, grængulur. Gróhirsla upprétt, nær að hluta upp fyrir efstu blaðenda, stundum nokkurn veginn öll. Ungar gróhirslur fyrst grænar, síðan gular, með gulum og síðar rauðgulum, upphækkuðum rákum, reglulegar, perulaga. Gamlar gróhirslur brúnar með rauðbrúnum hryggjum. Þurrar og tómar eru þær djúpskoróttar, oft trektlaga eða krukkulaga með víðu opi. Lok með stuttum oddi eða skástæðri trjónu (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Frumur

Frumur í fremri hluta blaðs kringlóttar eða ferhyrndar, vörtóttar. Frumur í blaðgrunni vörtulausar, ferhyrndar, með frekar þunnum veggjum, oft litlausar (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á skuggsælum stöðum í rökum klettum, urðum og hraunum (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Biota

Tegund (Species)
Klettagopi (Amphidium lapponicum)