Klettasnyrill (Tortella tortuosa)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum en þó lítið á miðhálendinu og á Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Vistgerðir

Vex einkum í klettum, hraungjótum og á jarðvegsþöktum klettasyllum en getur einnig vaxið á þúfnakollum, í gilbrekkum og víðar (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Lýsing

Plöntur oft kvíslgreindar, 1-6 sm á hæð, vaxa í þéttum toppum. Blöð striklensulaga, langydd, efstu blöð oftast 5-7 mm (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Gróliður

Plöntur oft kvíslgreindar, 1-6 sm háar, gulgrænar, grænar eða gulbrúnar ofan til en brúnleitar, stundum svartleitar neðan til, vaxa í þéttum toppum, stundum í stórum, flötum eða kúptum bólstrum. Stöngull án miðstrengs. Rætlingar brúnir, sléttir, oft þéttir á neðri hluta stönguls og mynda þar ræltingaló, oft eru ræltingabrúskar langt uppeftir stöngli. Blöð striklensulaga, langydd. Efstu blöð oftast 5-7 mm. Rök blöð ústæð eða upprétt, oft bugðótt og bogin. Þurr blöð mjög hrokkin og framhluti þeirra oft hringvafinn eða skrúfulaga undinn. Blaðrönd flöt, áberandi bylgjótt þegar blöðin eru rök, vörtóttt, stundum tennt nálægt blaðenda. Rif nær fram úr blöðku og myndar gulleitan, stundum gulbrúnan, odd á blöðin. Blaðkan er öll aðeins eitt frumulag (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Kynliður

Plöntur einkynja. Hefur ekki fundist með gróhirslum hér á landi. Fjölgar með afbrotnum blaðendum (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs ferningslaga eða sexhyrndar, þéttvörtóttar báðum megin og frumugerð er oftast frekar óskýr (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex einkum í klettum, hraungjótum og á jarðvegsþöktum klettasyllum en getur einnig vaxið á þúfnakollum, í gilbrekkum og víðar (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Biota

Tegund (Species)
Klettasnyrill (Tortella tortuosa)