Lautaleskja (Lescuraea radicosa)

Útbreiðsla

Ófundin á Suður- og Suðvesturlandi en nokkuð víða á Vestfjörðum og í kringum Eyjafjörð (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Vistgerðir

Vex aðallega á jarðvegi í snjódældum og verða plöntur þar stórvaxnar. Vex einnig á steinum og klettum, í urðum, skriðum og hraunbollum (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Lýsing

Plöntur óreglulega greinóttar, grænar til gular, breytileg tegund (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Gróliður

Plöntur óreglulega greinóttar, grænar, ljósgrænar, gulgrænar eða gular. Breytileg tegund, stundum eru plöntur frekar smávaxnar, nokkuð mikið greinóttar, jarðlægar, með áberandi rætlingabrúskum en stundum eru þær stórvaxnar, lítið greinóttar, rætlingalausar og talsvert uppsveigðar. Plöntur geta orðið 12 sm langar. Rætlingar brúnir, sléttir. Flosblöð mörg. Greinar oft bognar í endann. Blöð oftast tennt framan til en geta verið alveg heilrend. Rif breitt, nær næstum fram í blaðenda, oftast vörtótt á baki í framhluta blaðs (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér á landi (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Frumur

Frumur með frekar þykkum veggjum, oft með vörtu úr framenda en geta verið alveg vörtulausar. Vörtur eru myndaðar af útstæðum frumuendum. Veggir holulausir eða aðeins örlítið holóttir. Hornfrumur ferningslaga (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex aðallega á jarðvegi í snjódældum og verða plöntur þar stórvaxnar. Vex einnig á steinum og klettum, í urðum, skriðum og hraunbollum (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Biota

Tegund (Species)
Lautaleskja (Lescuraea radicosa)