Lémosi (Tomentypnum nitens)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Vistgerðir

Vex í mýrum, rökum fjallshlíðum og við ár og læki (Bergþór Jóhannsson 1998).

Lýsing

Plöntur nokkuð stórvaxnar (5-12 sm), uppréttar eða uppsveigðar, gulgrænar eða gulbrúnar (Bergþór Jóhannsson 1998).

Gróliður

Plöntur nokkuð stórvaxnar, uppréttar eða uppsveigðar, gulgrænar eða gulbrúnar, oftast 5-12 sm. Neðan til eru plöntur með þéttum, brúnum rætlingum sem ná oft næstum upp eftir allri plöntunni. Rætlingar koma oft einnig í stórum stíl út úr neðri hluta rifs á bakhlið blaðs. Plöntur oftast nokkuð reglulega fjaðurgreindar. Greinar talsvert útstæðar, oftast nokkurn veginn beinar. Stöngulblöðin 3,5-4 mm, langydd, með djúpum langbylgjum. Blaðgrunnur þríhyrndur og mjókka blöð nokkuð jafnt frá blaðgrunni fram í blaðenda. Rif mjótt, nær langt upp fyrir blaðmiðju (Bergþór Jóhannsson 1998).

Kynliður

Plöntur einkynja, frekar sjaldan með gróhirslum. Stilkur rauður, oftast 2,5-4 sm. Gróhirsla brún eða rauðbrún, aflöng, bogin, álút. Lok keilulaga, hátt. Opkrans vel þroskaður (Bergþór Jóhannsson 1998).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs striklaga, með þykkum, oft greinilega holóttum veggjum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex í mýrum, rökum fjallshlíðum og við ár og læki (Bergþór Jóhannsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Lémosi (Tomentypnum nitens)