Rekilmosi (Paludella squarrosa)

Útbreiðsla

Finnst víða um land, þó minna á Suðurlandi og Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Vistgerðir

Vex oft í allstórum, þéttum breiðum við dý, í mýrum og við læki og tjarnir (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Lýsing

Plöntur uppréttar (4-14 sm), blaðgrunnur liggur þétt að stöngli, framhluti stendur þvert út en blaðendi er baksveigður (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Gróliður

Plöntur uppréttar, 4-14 sm, oft ógreindar, oftast ljósgrænar ofan til en geta verið dökkgænar, gulgrænar eða gulbrúnar. Neðan til eru þær brúnar eða svartar. Þétt rætlingaló er oft langt upp eftir stöngli. Rætlingar brúnir eða rauðbrúnir. Þeir grófari eru áberandi vörtóttir. Blöð í fimm röðum á stöngli, egglensulaga, kjöluð, oftast 1,5 mm eða lítið eitt lengri. Blaðgrunnur liggur þétt að stöngli og er oft rauðleitur. Framhluti blaðs stendur þvert út frá stöngli og blaðendi er baksveigður. Rif einfalt, nær ekki fram í blaðenda (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér á landi. Kvenhlífarblöð stærri en stöngulblöðin og framhluti þeirra mun lengri en á stöngulblöðunum. Karlknappur rauðleitur (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Frumur

Frumur í blaðgrunni langar og ferhyrndar, sléttar. Frumur í framhluta blaðs hringlaga sexhyrndar, með frekar þykkum veggjum, áberandi gúlpnar báðum megin, misstórar (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex oft í allstórum, þéttum breiðum við dý, í mýrum og við læki og tjarnir (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Biota

Tegund (Species)
Rekilmosi (Paludella squarrosa)