Mýrakrækja (Scorpidium revolvens)

Mynd af Mýrakrækja (Scorpidium revolvens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrakrækja (Scorpidium revolvens)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Búsvæði

Vex í mýrum, við læki og tjarnir, stundum á kafi í tjörnum og vötnum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Lýsing

Plöntur geta verið stórar, vaxa í votlendi, stundum á kafi í tjörnum og vötnum. Stöngulblöð kúpt, mjókka fram í langan, mjóan, boginn framhluta (Bergþór Jóhannsson 1998).

Gróliður

Plöntur miðlungsstórar eða stórar, óreglulega greinóttar og oft lítið greinóttar, stundum reglulega fjaðurgreindar, geta orðið yfir 20 sm. Plöntur rauðar, oft dökkrauðar, rauðbrúnar, svartleitar eða grænar. Stöngulblöð kúpt, mjókka frá egglaga eða egglensulaga grunni fram í langan, mjóan, boginn framhluta, oftast 2,6-3,7 mm. Blaðrönd flöt, oftast fíntennt framan til en annars ótennt. Rif einfalt, nær langt upp eftir blaði (Bergþór Jóhannsson 1998).

Kynliður

Plöntur tvíkynja, oft með gróhirslum. Stilkur rauður eða brúnn, sléttur, oftast 2,5-4,8 sm. Gróhirsla brún eða rauðbrún, bogin, álút. Lok keilulaga. Opkrans vel þroskaður (Bergþór Jóhannsson 1998).

Frumur

Ysta frumulag í stöngulþverskurði úr stórum frumum með þunnum veggjum. Frumur í framhluta blaðs með þunnum og holulausum eða þykkum og holóttum veggjum. Frumur oft dálítið bognar. Hornfrumur fáar, litlausar, tútnar, mynda þríhyrndan frumuhóp sem nær lítið inn eftir blaðgrunni (Bergþór Jóhannsson 1998).

Útbreiðsla - Mýrakrækja (Scorpidium revolvens)
Útbreiðsla: Mýrakrækja (Scorpidium revolvens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |