Skjallmosi (Pseudobryum cinclidioides)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Vistgerðir

Vex í votlendi, einkum í mýrum og við tjarnir og læki (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Lýsing

Plöntur uppréttar, 3-12 sm, oftast skærgrænar eða ljósgrænar ofan til. Blöð aflöng eða egglaga, oftast 4-8 mm (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Gróliður

Plöntur uppréttar, oftast ógreindar, 3-12 sm háar, oftast skærgrænar eða ljósgrænar ofan til, stundum gulgrænar eða brúngrænar en brúnar eða svartar neðan til. Stöngull brúnn eða brúnsvartur. Rætlingar á neðri hluta stönguls, geta náð langt upp eftir stöngli. Brúnir fíngerðir rætlingar á stöngli en grófari rætlingar úr blaðöxlum. Þeir grófari greinilega vörtóttir. Blöð oft eitthvað bylgjótt. Blöð aflöng eða egglaga, oftast 4-8 mm á lengd, geta orðið 10 mm. Neðri blöðin styttri. Blaðendi getur verið bogadreginn en er langoftast með stuttum broddi. Blöð heilrend eða blaðrönd er lítillega tennt (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hérlendis (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex í votlendi, einkum í mýrum og við tjarnir og læki (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Biota

Tegund (Species)
Skjallmosi (Pseudobryum cinclidioides)