Kelduhnokki (Bryum pseudotriquetrum)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Búsvæði

Vex í raka, í dýjum, við lindir og læki, í mýrum og rökum klettum (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Lýsing

Plöntur grænar, brúnar eða rauðar, stundum áberandi tvílitar, grænar og rauðar. Blöð stuttydd (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Gróliður

Plöntur 1,5-11 sm, grænar, brúnar eða rauðar, stundum áberandi tvílitar, grænar og rauðar. Neðan til eru plöntur brúnar eða svartleitar. Rætlingar eru oft þéttir langt upp eftir stönglum og greinum. Þeir eru rauðir, brúnir eða rauðgulir, grófvörtóttir. Blöð nokkurn veginn jafn þétt um allan stöngul. Rök blöð upprétt eða dálítið útstæð. Þurr blöð undin og liggja upp að stöngli. Blöð 2-4 mm, flöt eða kúpt, egglensulaga, stuttydd. Blaðgrunnur rauður. Blöð oftast tennt fremst. Rif breitt, verður rautt með aldrinum, nær oftast fram úr blöðku og myndar stuttan brodd á blöðin (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Kynliður

Plöntur einkynja, alloft með gróhirslum. Stilkur sterklegur, rauður eða brúnn, 2,5-5 sm. Gróhirsla brún, regluleg, aflöng og sívöl, drúpandi eða vísar á ská niður á við. Lok kúpt, með totu í endann. Gróhirsluop rauðgult, rautt, brúnt eða gult. Ytri tennur gulleitar neðan til en litlausar fremst. Innri krans gulur. Innri tennur með breiðum götum eftir miðju (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs tígullaga eða sexhyrndar, með þykkum eða þunnum veggjum. Frumur í blaðgrunni ferhyrndar. Blaðrönd eitt frumulag á þykkt (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Útbreiðsla - Kelduhnokki (Bryum pseudotriquetrum)
Útbreiðsla: Kelduhnokki (Bryum pseudotriquetrum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |