Kármosi (Dicranoweisia crispula)

Mynd af Kármosi (Dicranoweisia crispula)
Mynd: Hörður Kristinsson
Kármosi (Dicranoweisia crispula)

Útbreiðsla

Finnst víða um land, þó síst á Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1991).

Búsvæði

Vex á steinum, í klettum, hraunum og urðum, stundum á sandi, frá sjávarmáli upp á háfjöll. Myndar stundum litlar mosakúlur sem velta á yfirborði jökla.Frumur í fremri hluta blaðs smáar, ferningslaga, í reglulegum langröðum, með þykkum veggjum. Frumur í neðri hluta blaðs aflangar og ferhyrndar, oftast striklaga við rifið, með þykkum veggjum. Í meginhluta blaðsins eru hryggir á yfirborði frumuveggja, þeir liggja langs eftir blaðinu og sjást greinilega í smásjá sem ljós strik á yfirborði blaðsins (Bergþór Jóhannsson 1991).

Lýsing

Frekar smávaxnar plöntur sem mynda oft þétta, kringlótta, gulgræna, græna eða svarta púða (Bergþór Jóhannsson 1991).

Gróliður

Plöntur 1-3 sm háar, í þéttum, oft kringlóttum, gulgrænum, grænum eða svartleitum púðum. Rætlingar brúnir, sléttir. Blöð 2-5 mm. Neðri hluti blaðs aflangur eða lensulaga. Frá honum mjókka blöðin smám saman fram í langan, mjóan rennulaga framhluta. Blaðrönd flöt eða innsveigð. Rif gulleitt, nær fram í blaðenda (Bergþór Jóhannsson 1991).

Kynliður

Nær alltaf með gróhirslum. Stilkur 0,5-1,5 sm, uppréttur, gulur, verður brúnleitur með aldrinum eða jafnvel svartur. Gróhirslur langegglaga eða aflangar, sívalar, gulbrúnar, brúnar eða rauðbrúnar. Rakar gróhirslur eru sléttar en þurrar eru með fíngerðum hrukkum. Gróhirsluop rauðleitt, lok með langri, oft boginni trjónu. Opkrans með 16 tönnum, frekar stuttum, heilum eða örlítið klofnum eða götóttum fremst, rauðbrúnum eða gulbrúnum. Tennur vörtóttar báðum meginFrumur í fremri hluta blaðs smáar, ferningslaga, í reglulegum langröðum, með þykkum veggjum. Frumur í neðri hluta blaðs aflangar og ferhyrndar, oftast striklaga við rifið, með þykkum veggjum. Í meginhluta blaðsins eru hryggir á yfirborði frumuveggja, þeir liggja langs eftir blaðinu og sjást greinilega í smásjá sem ljós strik á yfirborði blaðsins (Bergþór Jóhannsson 1991).

Frumur

Frumur í fremri hluta blaðs smáar, ferningslaga, í reglulegum langröðum, með þykkum veggjum. Frumur í neðri hluta blaðs aflangar og ferhyrndar, oftast striklaga við rifið, með þykkum veggjum. Í meginhluta blaðsins eru hryggir á yfirborði frumuveggja, þeir liggja langs eftir blaðinu og sjást greinilega í smásjá sem ljós strik á yfirborði blaðsins (Bergþór Jóhannsson 1991).

Útbreiðsla - Kármosi (Dicranoweisia crispula)
Útbreiðsla: Kármosi (Dicranoweisia crispula)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |