Strýhetta (Orthotrichum rupestre)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum, er lítið inni á miðhálendinu (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Búsvæði

Vex í steinum og klettum. Getur vaxið á móbergi, steinsteypu og trjástofnum (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Lýsing

Uppréttar, greinóttar, dökkgrænar eða svartleitar plöntur, oftast 1-3 sm háar. Gróhirslur að mestu eða nokkru leyti hulin af efstu blöðunum (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Gróliður

Uppréttar, greinóttar, dökkgrænar eða svartleitar plöntur, oftast 1-3 sm á hæð. Blöð lensulaga eða breiðegglensulaga, oftast um 3 mm. Rif nær fram undir blaðenda (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Kynliður

Stilkur gulur, styttri en gróhirslan. Gróhirsla gulbrún eða gul, verður oft rauðbrún með aldrinum. Gróhirsla að mestu eða að nokkru leyti hulin af efstu blöðunum, langegglaga, með átta daufum, gulum, stuttum rákum efst. Rákirnar eru misjafnlega mikið áberandi og eru stundum aðeins á efsta hluta gróhirslu en ná stundum niður alla gróhirsluna. Fullþroskaðar gróhirslur eru oftast með átta greinilegum skorum þegar þær eru tómar og þurrar. Gróhirsla dregst ekki mikið saman neðan við gróhirsluopið þegar hún er þurr. Lok lágt en með trjónu, neðsti hluti þess rauður (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Frumur

Frumur í fremri hluta blaðs óreglulega kringlóttar, vörtóttar með þykkum veggjum. Frumur í blaðgrunni aflangar og vörtulausar, oft með holóttum langveggjum. Varafrumur í yfirborði gróhirslu, á yfirborði gróhylkis og neðri hluta þess (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Útbreiðsla - Strýhetta (Orthotrichum rupestre)
Útbreiðsla: Strýhetta (Orthotrichum rupestre)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |