Melhöttur (Pogonatum urnigerum)

Útbreiðsla

Allalgeng tegund (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Búsvæði

Vex einkum í sandjarðvegi, á melum, í klettum og urðum, í árbökkum, á jarðvegsþöktum steinum og í hraunum en einnig í skurðbökkum og mólendi (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Stöngull uppréttur, 1-4 sm, oft greindur. Blöð blágræn á efra borði en oft rauðbrún á bakhlið (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Stöngull uppréttur, 1-4 sm, oft greindur en getur verið ógreindur. Blöð blágræn á efra borði en oft rauðbrún á bakhlið. Stöngull blaðlaus neðst og blöð oft samþjöppuð á efsta hluta stönguls. Blöð aðlæg þegar þau eru þurr og blaðendi oft sveigður inn að stöngli. Blöð 4-7 mm, mjókka nokkuð snögglega frá egglaga slíðri fram í lensulaga framhluta. Fremst mjókka blöðin smám saman fram í mjóan odd. Rif nær fram úr blöðku og myndar tenntan eða ótenntan odd á blöðin. Rif oft tennt á baki fremst en getur verið ótennt. Blaðrönd oftast hvasstennt (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Stilkur uppréttur, 1-3 sm, gulbrúnn eða rauðbrúnn. Gróhirsla brún, sívöl, regluleg, upprétt eða örlítið álút. Áberandi gúlpur í miðju hverrar yfirborðsfrumu á gróhirslu. Lok með langri, beinni eð aörlítið boginni trjónu. Hetta ljósbrún. Kranstennur frekar snubbóttar, gular eða gulbrúnar, oft með ljósum jöðrum og enda. Stundum er miðja þeirra einig ljós þegar tennur eru greinilega samsettar. Margar tannanna eru greinilega myndaðar af tveimur tönnum sem hafa runnið saman í eina. Fullkomin regla er þó ekki á þessu. Tennur eru sagðar 32 en vegna þessarar óreglu má stundum telja eitthvað fleiri tennur. Gróhirslu algengar (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Melhöttur (Pogonatum urnigerum)
Útbreiðsla: Melhöttur (Pogonatum urnigerum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |