Fjallhaddur (Polytrichum alpinum)

Útbreiðsla

Mjög algeng tegund, finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Búsvæði

Vex í margs konar gróðurlendi, í móum, graslendi, kjarrlendi, skurðbökkum, snjódældum, á þúfum í mýrlendi, klettum og urðum og getur vaxið í votlendi og á melum (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Stöngull uppréttur, 2-17 sm. Gráleitir rætlingar neðst á stöngli. Blöð oft nokkuð þéttstæð á efri hluta stönguls (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Stöngull uppréttur, 2-17 sm. Gráleitir rætlingar neðst á stöngli. Stöngull blaðlaus neðst en blöð oft nokkuð þéttstæð á efri hluta stönguls. Stöngull stundum ógreindur en oft greindur. Blöð útstæð þegar þau eru rök en upprétt þegar þau eru þurr (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Stilkur uppréttur, gulbrúnn eða rauðbrúnn, 1,5-4 sm. Gróhirsla álút eða lárétt. Háls greinilegur. Gróhirsla mismunandi að lengd, stundum egglaga eða jafnvel næstum kúlulaga en oft frekar mjó, aflöng og sívöl. Gróhirsla oft svolítið bogin og óregluleg (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Fjallhaddur (Polytrichum alpinum)
Útbreiðsla: Fjallhaddur (Polytrichum alpinum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |